Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurjón Jóhannesson
(15. júní 1833–27. nóv. 1918)
Dbrmaður á Laxamýri.
Foreldrar: Jóhannes Kristjánsson (Jósepssonar) á Breiðamýri, síðar á Laxamýri og f.k. hans Sigurlaug Kristjánsdóttir sst., Andréssonar. Þjóðkunnur maður í bændastétt að dugnaði í hvívetna og framkvæmdum í búskap, fjörmaður og stórhuga, smiður góður.
Kona (1862): Snjólaug Guðrún (f. 1840, d. 1912) Þorvaldsdóttir að Krossum, Gunnlaugssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Egill bóndi á Laxamýri, Jóhannes bóndi á Laxamýri, Lúðvík kennari, Líney átti síra Árna Björnsson í Görðum á Álptanesi, Snjólaug átti Sigurð brunamálastjóra í Rv. (bróður síra Árna), Sofía nuddlæknir á Akureyri, Jóhann skáld (Br7.; Sunnanfari II; Óðinn XXII; Minningarrit, Ak. 1920; Ísafold 1912).
Dbrmaður á Laxamýri.
Foreldrar: Jóhannes Kristjánsson (Jósepssonar) á Breiðamýri, síðar á Laxamýri og f.k. hans Sigurlaug Kristjánsdóttir sst., Andréssonar. Þjóðkunnur maður í bændastétt að dugnaði í hvívetna og framkvæmdum í búskap, fjörmaður og stórhuga, smiður góður.
Kona (1862): Snjólaug Guðrún (f. 1840, d. 1912) Þorvaldsdóttir að Krossum, Gunnlaugssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Egill bóndi á Laxamýri, Jóhannes bóndi á Laxamýri, Lúðvík kennari, Líney átti síra Árna Björnsson í Görðum á Álptanesi, Snjólaug átti Sigurð brunamálastjóra í Rv. (bróður síra Árna), Sofía nuddlæknir á Akureyri, Jóhann skáld (Br7.; Sunnanfari II; Óðinn XXII; Minningarrit, Ak. 1920; Ísafold 1912).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.