Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurjón Gíslason

(5. júlí 1866 – 13. febr. 1950)

. Bóndi. Foreldrar: Gísli (d. 31. dec. 1914, 81 árs) Gunnarsson á Heimalandi í Hraungerðishrepp og kona hans Halla (d. 26. janúar 1918, 86 ára) Jónsdóttir á Galtafelli, Björnssonar. Bóndi í Kringlu í Grímsnesi. Dugmikill og bætti jörð sína mikið að ræktun, girðingum og húsum.

Fróðleiksmaður; hélt dagbók um alla búskapartíð sína, og geymir hún miklar upplýsingar um hag einyrkja-bónda á þeirri tíð. Æviminningar hans: í faðmi sveitanna, Ak.1950, sagðar af honum sjálfum, en Elinborg skáldkona Lárusdóttir færði í letur. Kona (25. júlí 1892): Jódís (f. 27. júní 1867) Sigmundsdóttir á Kambi í Hróarsholtshverfi, Jóhannssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Björgvin í Rv., Torfi í Miðhúsum í Garði, Geir drukknaði á togaranum „Imperialist“, Gísli dó uppkominn, Geirþrúður gift í Rv., Sigrún gift sst., Sigurbjörg gift sst., Jónína átti Geir Gissursson í Byggðarhorni í Flóa (Br7.; Óðinn XXxX; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.