Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurjón Friðjónsson

(22. sept. 1867 – 26. maí 1950)

. Bóndi, skáld. Foreldrar: Friðjón Jónsson á Sílalæk og síðar á Sandi í Aðaldal og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir á Sílalæk, Stefánssonar. Búfræðingur á Eiðum 1887. Bóndi á Sandi í Aðaldal 1892–1906, á Einarsstöðum í Reykjadal 1906–13, síðan í Litlu-Laugum til æviloka. Var lengi í hreppsnefnd í Reykjadal og oddviti hennar; átti sæti í sýslunefnd um skeið.

Deildarstjóri Kaupfél. Þingeyinga um 40 ár, einnig endurskoðandi þess. Landkj. alþm. (varaþm.) 1917–22. R. af fálk. 1930. Ritstörf: Ljóðmæli, Rv. 1928; Skriftamál einsetumannsins, Rv.1929; Heyrði ég í hamrinum í (Ljóðmæli IT), Rv.1939; Il, Rv. 1944: Þar sem grasið grær (smásögur), Rv. 1937.

Kona (1892): Kristín (d. 27. okt. 1928, 61 árs) Jónsdóttir á Rifkelsstöðum í Eyjafirði, Ólafssonar. Börn þeirra: Arnór bóndi og rithöf. á Þverá í Laxárdal, Áskell á Laugafelli (Litlu-Laugum), Dagur á Litlu-Laugum, Bragi ritstj. á Akureyri, Unnur átti Tryggva Sigtryggsson á Laugabóli (Litlu-Laugum), Fríður ljósmóðir á Akureyri, Sigurbjörg bústýra á Laugum, Halldóra skólastjóri á Laugum, Ingunn dó óg., Ásrún hjúkrunarkona í Rv. (Br7.; Alþm.tal; Óðinn IM og XXIV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.