Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurgeir Ásgeirsson

(20. dec. 1871–5. okt. 1936)

Kaupmaður.

Foreldrar: Ásgeir hreppstjóri Sigurðsson að Heydalsá og kona hans Guðrún Zakaríasdóttir sst., Jóhannssonar. Stundaði nám í Möðruvallaskóla.

Hafði unglingaskóla að Heydalsá 1897–1911. Hafði frá 1914 búskap og verzlun á Óspakseyri. Sýslunefndarmaður um hríð.

Kona (1911): Jensína Guðmundsdóttir að Ófeigsfirði, Péturssonar; þau bl. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.