Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurgeir Jakobsson
(27. sept. 1824–18. mars 1887)
Prestur.
Foreldrar: Jakob umboðsmaður og alþm. Pétursson á Breiðamýri og kona hans Þuríður Jónsdóttir umboðsmanns sst., Sigurðssonar. F. að Stóru Laugum í Reykjadal. Lærði undir skóla fyrst hjá síra Jóni Sveinssyni (síðast að Mælifelli), síðan hjá Sveinbirni Egilssyni (síðar rektor). Tekinn í Bessastaðaskóla 1845, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1850, með 2. einkunn (58 st.), próf úr prestaskóla 1852, með 2. einkunn lakari (27 st.). Fekk Breiðavíkurþing 13. maí 1854, vígðist 2. júlí s.á., Grundarþing 29. dec. 1860, dæmdur frá kjóli og kalli með hæstaréttardómi 18. apr. 1882, vegna óreglu. Bjó á Grund til æviloka.
Kona (25. sept. 1857): Ingibjörg (f. 1838) Jónsdóttir í Garði í Fnjóskadal, Árnasonar. Hún fór til Vesturheims eftir lát manns síns með börn þeirra, og eru þau talin: Jakob Pétur, Skúli Jón, Vilhjálmur Kristján, Haraldur Geir, Bogi Hermanníus, Kristjana, ef ekki fleiri (Vitæ ord. 1934; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Jakob umboðsmaður og alþm. Pétursson á Breiðamýri og kona hans Þuríður Jónsdóttir umboðsmanns sst., Sigurðssonar. F. að Stóru Laugum í Reykjadal. Lærði undir skóla fyrst hjá síra Jóni Sveinssyni (síðast að Mælifelli), síðan hjá Sveinbirni Egilssyni (síðar rektor). Tekinn í Bessastaðaskóla 1845, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1850, með 2. einkunn (58 st.), próf úr prestaskóla 1852, með 2. einkunn lakari (27 st.). Fekk Breiðavíkurþing 13. maí 1854, vígðist 2. júlí s.á., Grundarþing 29. dec. 1860, dæmdur frá kjóli og kalli með hæstaréttardómi 18. apr. 1882, vegna óreglu. Bjó á Grund til æviloka.
Kona (25. sept. 1857): Ingibjörg (f. 1838) Jónsdóttir í Garði í Fnjóskadal, Árnasonar. Hún fór til Vesturheims eftir lát manns síns með börn þeirra, og eru þau talin: Jakob Pétur, Skúli Jón, Vilhjálmur Kristján, Haraldur Geir, Bogi Hermanníus, Kristjana, ef ekki fleiri (Vitæ ord. 1934; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.