Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurgeir Friðriksson

(6. maí 1881 – 10. maí 1942)

. Bóndi, bókavörður. Foreldrar: Friðrik Jónsson á Hrappsstöðum í Bárðardal og kona hans Guðrún Jóakimsdóttir á Halldórsstöðum, Björnssonar. Gagnfræðingur á Möðruvöllum 1905.

Lauk kennaraprófi í Rv. 1909.

Bóndi í Skógarseli í Reykjadal um skeið. Lauk prófi við bókavarðarskóla í Kh. 1921; kynnti 2 sér bókasöfn í Englandi og Ameríku 1925. Bókavörður í Bæjarbókasafni Reykjavíkur frá 1923 til æviloka. Kona (1. ág. 1932): Malin (f. 11. júní 1890) Hjartardóttir á Uppsölum í Svarfaðardal, Guðmundssonar; þau bl. (Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.