Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurbjörn Sveinsson

(19. okt. 1878 – 2. febr, 1950)

. Rithöfundur, kennari. Foreldrar: Sveinn Sigvaldason í Kóngsgarði í Húnavatnssýslu og kona hans Sigríður Þórðardóttir í Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík, Jónssonar, Stundaði skósmíði á yngri árum. Barnakennari í Reykjavík 1908–19; í Vestmannaeyjum 1919–32. Gerðist rithöfundur innan við þrítugt og ritaði einkum sögur við hæfi barna og unglinga. Ritstörf (helztu): Bernskan I–II, Rv. 1907–08, 1913 og 1920 (aukin); Geislar, Rv. 1919; Æskudraumar, Rv. 1921; Skeljar I –IV, Rv. 1930–34; Nokkur kvæði, Ak. 1906; Sálmar, Ak. 1903; Þrjú ævintýri, Rv. 1909; Engilbörnin, Rv. 1910; Margföldunartaflan, Rv. 1911; Ritsafn I, Rv. 1948. Þýddi: Eiríkur litli eftir A.L.Feuvre, Rv. 1909.

Kona (30. júlí 1901): Hólmfríður (d. 1931, 69 ára) Hermannsdóttir í Brekku í Rv., Einarssonar. Dóttir þeirra: Svanlaug (Bristol).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.