Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurbjörn Magnússon

(12. júní 1871–7. dec. 1925)

. Bóndi.

Foreldrar: Magnús (d. 22. maí 1904, 74 ára) Jónsson í Glerárskógum í Hvammssveit í Dalasýslu og miðkona hans Guðbjörg (d. 12. okt. 1881, 41 árs) Einarsdóttir á Kýrunnarstöðum, Einarssonar. Ráðsmaður hjá föður sínum á síðustu búskaparárum hans. Bóndi í Glerárskógum frá 1903 til æviloka.

Mikill umbótamaður, hagsýnn og stjórnsamur. Reisti einna fyrstur íbúðarhús úr steinsteypu í Dölum; síðan öll peningshús úr sama efni; bætti tún sitt stórlega. Var lengi í hreppsnefnd; áhugamaður um félagsmál og framsýnn; lengi í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar.

Varð úti. Kona (19. febr. 1910): Helga (f. 12. dec. 1871) Ásgeirsdóttir í Ásgarði, Jónssonar; hún átti áður Sigurð (d. 23. febr. 1908) á Skerðingsstöðum, hálfbróður Sigurbjörns, samfeðra. Börn Sigurbjörns og hennar: Magnús í Glerárskógum, Guðbjörg bústýra í Hólum í Hvammssveit, Sigurborg átti Sigurð Guðmundsson á Vígholtsstöðum í Laxárdal (Ýmsar heimildir; Tíminn 12. dec.1951).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.