Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigtryggur Jónsson
(25. nóv. 1862–6. dec. 1941)
. Byggingameistari. Foreldrar: Jón (d. 17. apr. 1898, 73 ára) Sigfússon á Sörlastöðum í Fnjóskadal, síðar stórbóndi á Espihóli í Eyjafirði (hreppstjóra á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, Bjarnasonar) og fyrri kona hans Steinvör Jónsdóttir á Sörlastöðum og í Fjósatungu, Gunnlaugssonar. Stundaði trésmíðanám í Kh. í 5 ár.
Vann að trésmíðum um nokkur ár; bjó síðan á Espihóli í 10 ár, Timburmeistari á Akureyri frá 1899. Sá um byggingar fjölmargra húsa þar; reisti m.a. ganfræðaskólann þar, er síðar varð skólahús Menntaskóla Akureyrar. Rak um skeið verzlun með timbur og annað byggingarefni. Átti um hríð sæti í bæjarstjórn Akureyrar; var lengi í byggingarnefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Var um hríð í stjórn verksmiðjufélagsins „Gefjunar“. Sinnti einnig ýmsum öðrum félagsmálum. Kona: Guðný (f. 24. sept. 1866; d. 9. nóv. 1907) Þorkelsdóttir í Flatatungu í Skagafirði, Pálssonar. Synir þeirra (þeir rituðu sig Espholín): Jón vélfræðingur í Danmörku, Steingrímur dó ókvæntur, Hjalti verzlunarmaður (látinn), Ingólfur stórkaupmaður í Reykjavík, Þórhallur stúdent (d. 1918); (Br7.; Ostl:).
. Byggingameistari. Foreldrar: Jón (d. 17. apr. 1898, 73 ára) Sigfússon á Sörlastöðum í Fnjóskadal, síðar stórbóndi á Espihóli í Eyjafirði (hreppstjóra á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, Bjarnasonar) og fyrri kona hans Steinvör Jónsdóttir á Sörlastöðum og í Fjósatungu, Gunnlaugssonar. Stundaði trésmíðanám í Kh. í 5 ár.
Vann að trésmíðum um nokkur ár; bjó síðan á Espihóli í 10 ár, Timburmeistari á Akureyri frá 1899. Sá um byggingar fjölmargra húsa þar; reisti m.a. ganfræðaskólann þar, er síðar varð skólahús Menntaskóla Akureyrar. Rak um skeið verzlun með timbur og annað byggingarefni. Átti um hríð sæti í bæjarstjórn Akureyrar; var lengi í byggingarnefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Var um hríð í stjórn verksmiðjufélagsins „Gefjunar“. Sinnti einnig ýmsum öðrum félagsmálum. Kona: Guðný (f. 24. sept. 1866; d. 9. nóv. 1907) Þorkelsdóttir í Flatatungu í Skagafirði, Pálssonar. Synir þeirra (þeir rituðu sig Espholín): Jón vélfræðingur í Danmörku, Steingrímur dó ókvæntur, Hjalti verzlunarmaður (látinn), Ingólfur stórkaupmaður í Reykjavík, Þórhallur stúdent (d. 1918); (Br7.; Ostl:).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.