Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigtryggur Jónasson

(8. febr. 1852–26. nóv. 1942)

Kaupmaður o.fl.

Foreldrar: Jónas Sigurðsson á Bakka í Öxnadal og víðar og kona hans Helga Egilsdóttir frá Bægisá syðri. Komst skömmu eftir fermingaraldur til Péturs amtmanns Hafsteins, naut þar nokkurrar menntunar og fekkst nokkuð við skrifarastörf. Fór til Vesturheims 1872, var í útflutningserindum hér 1875–6 og 1893–4. Þá vakti hann nýmæli um járnbrautarlagning hér og tíðari skipagöngur til Bretlands. Bjó fyrst á Nýja Íslandi (á Möðruvöllum), fluttist þá til Selkirk, síðan til Wp. Var um hríð skipstjóri á Wp.-vatni á skipi, sem hann átti o. fl. Hafði sögunarmylnu. Síðar hafði hann landsölu o. fl. Rak um hríð timburverzlun. Fylkisþingmaður í Manitoba fyrst 1896 og síðar.

Stórhuga maður og stórbrotinn.

Í Nýja Íslandi var hann einn af aðalstofnöndum blaðsins Framfara (ritstjóri þess 1880), sömuleiðis Lögbergs (ritstjóri þess 1895–1901), Syrpu, 8 ár. Varð eftir það eftirlitsmaður stjórnarinnar með heimilisréttarlöndum. Beitti sér síðan fyrir nautgripasölu bænda. Ritstörf ella: The early Icelandic settlements in Canada, Wp. 1901. Þýð.: H. Conwoy: Í leiðslu, Wp. 1895; J. MacCarthy: Rauðir demantar, Wp. 1897; H. S. Merriman: Sáðmennirnir, Wp. 1898; A. H. Hawkins: Phroso, Wp. 1899; R. Ottolengui: Leikinn glæpamaður, Wp. 1900; Sami: Höfuðglæpurinn, Wp. 1901.

Kona: Rannveig Ólafsdóttir trésmiðs og skálds á Grund, Briems; þau bl. (Sunnanfari VITI; Alm. Ól. Þorgeirss. 1907; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.