Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigrún Briem (Sigurðardóttir)

(9. febr. 1911– 10. nóv. 1944)

, Læknir. Foreldrar: Sigurður (d. 19. maí 1952, 91 árs) póstmálastjóri í Rv. Briem og kona hans Guðrún (d. 7. nóv. 1951, 75 ára) Ísleifsdóttir prests í Arnarbæli, Gíslasonar. Stúdent í Rv. 1934 með 1. einkunn (6,63). Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 30. maí 1940 með 1. eink. (154 st.).

Var á sjúkrahúsum í New York og Winnipeg 1940–41. Fekkst síðan við skólalæknisfræði í Nashville í Tennesee. Fórst á heimleið til Íslands ásamt manni sínum og börnum. Maður (17. okt. 1936): Friðgeir Ólason læknir (sjá hann) (Lækn.; Nýtt kvennablað V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.