Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigrún Blöndal

(4. apr. 1883 – 28. nóv. 1944)

. Skólastjóri.

Foreldrar: Páll (d. 16. maí 1885, 34 ára) Vigfússon stúdent á Hallormsstað og kona hans Elísabet (d. 22. sept. 1927, 81 árs) Sigurðardóttir prófasts á Hallormsstað, Gunnarssonar. Stundaði nám í kvennaskóla hér á landi og í Danmörku. Kennari við héraðsskólann á Eiðum 1919 –24; húsfreyja í Mjóanesi 1924–30 og kenndi þá á hverjum vetri í einkaskóla þeirra hjóna. Forstöðukona húsmæðraskólans á Hallormsstað frá 1930 til æviloka. Maður (1918): Benedikt (d. 10. jan. 1939, 55 ára) Magnússon Blöndal kennari. Sonur þeirra: Sigurður skógfræðingur (Br7.; Nýtt kvennablað V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.