Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigríður Hannesdóttir

(20. mars I779– 18. nóv. 1856)

.

Ljósmóðir. Foreldrar: Hannes lögréttumaður Jónsson í Kaldaðarnesi og kona hans Guðný Nikulásdóttir í Auðsholti, Jónssonar, Bjó fyrst á Stokkseyri, en 1806– 1844 í Eystri-Móhúsum í Stokkseyrarhverfi. Lærð yfirsetukona, athafnasöm í búnaði og fekk verðlaun 1832 fyrir jarðabætur og fjárrækt, hafði einnig sjávarútveg. Sköruleg kona, gáfuð vel og glaðlynd.

Maður: Jón eldri Gamalíelsson á Stokkseyri; þau skildu. Sonur þeirra: Jón dó um tvítugt (G.J.: Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi) (G.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.