Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigríður Andrésdóttir

(20. nóv. 1788–27. maí 1866)

Skáld.

Foreldrar: Andrés Þorbjarnarson í Galtarholti og kona hans Katrín Einarsdóttir, Bjó í Desey í Norðurárdal. Ógift. í Lbs. eru kvæði eftir hana (JBf. Rithiszortls) Sigríður Jóhannsdóttir (– – 1777). Skáld.

Foreldrar: Síra Jóhann Kristjánsson síðast í Stafholti og kona hans Agnes Erlendsdóttir prests að Kvíabekk, Guðbrandssonar. Kvæði eftir hana eru í hdr. (Lbs.), sjá og Ísl. gátur o.s.frv. III. Miðkona síra Bjarna Jónssonar að Mælifelli (sjá þar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.