Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Þórólfsson

(16. og 17. öld)

Lögsagnari að Hofi á Rangárvöllum.

Foreldrar: Þórólfur Eyjólfsson og Margrét Erlendsdóttir lögmanns, Þorvarðssonar. Lögréttumaður í Árnesþingi. Var oft umboðsmaður sýslumanna í Rangárþingi, enn 1599. Enn á lífi 1605.

Kona: Margrét Björnsdóttir að Keldum, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Ögmundur, Örnólfur, Páll, Ásdís átti Guðmund Eyjólfsson að Hofi, Páll annar, Kristínar tvær, Helga, Erlendur, Þuríður (Alþb. Ísl; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.