Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Sæmundsson

(um 1675–um 1737)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Sæmundur lögréttumaður Magnússon að Hóli í Bolungarvík og s.k. hans Solveig Jónsdóttir prests í Arnarbæli, Daðasonar, Lærði í Skálholtsskóla og varð stúdent þaðan, Árið 1700 vildu margir Hólssóknarmenn fá hann til prests þar, en ekki varð af því, fekk Aðalvíkur- og Álptafjarðarjarðir 1709, þar með Barðastrandarjarðir 1719, sagði af sér þessum umboðum 1736, bjó að Hóli og Meiri Hlíð í Bolungarvík, er með vissu d. fyrir 17. júní 1742.

Kona (um 1710): Helga Þorkelsdóttir, Einarssonar, ekkja Magnúsar Bergssonar, Benediktssonar.

Börn þeirra Sigmundar: Margrét átti Pál Björnsson, Bergur í Meiri Hlíð, Magnús auðgi í Meiri Hlíð, Jón, Sólborg. Sigmundur átti 4 launbörn, hið síðasta 1707 (með Þóru Eiríksdóttur, Arngrímssonar, og hét það Sigríður); var hann þá að réttu fjórðungsrækur (sjá alþb. 1710). 6. apr. 1709 fekk Sigmundur konungsleyfi til að eiga Ingveldi Jónsdóttur, er skyld var honum að 2. og 3.; kann hann að hafa átt launbörn með henni og hún dáið fyrir giftingu (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.