Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Steinþórsson

(– – 1502)

Prestur og prófastur í hálfu Húnavatnsþingi frá 1471.

Faðir: Steinþór Jónsson að Þverá í Skagafirði. Kemur fyrst við skjöl 1449 og er þá prestur orðinn, Hélt fyrst Mælifell, síðan Miklabæ frá 1455, en Ólafur byskup Rögnvaldsson tók af honum staðinn 1474 og lét dæma hann fyrir ýmsar sakir.

Sigmundur prestur rændi síðar í Miklabæ, en gekk þó til sátta með bótum við Ólaf byskup 1478. Hefir hann síðar fengið Breiðabólstað í Vesturhópi.

Hann tók saman við Solveigu Þorleifsdóttur í „ Vatnsfirði, Árnasonar, ekkju Orms hirðstjóra Loptssonar.

Börn þeirra: Jón lögmaður, Bergljót átti Guðmund Ólafsson að Reykjum í Miðfirði.

Börn hans enn fremur: Jón (annar), Ásgrímur (veginn í kirkjugarði í Víðidalstungu 1483), Guðrún átti Snorra nokkurn, Eiríkur prestur (faðir Herþrúðar, móður Magnúsar, föður síra Eiríks að Auðkúlu?), Ástríður átti Pétur skyttu (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.