Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Pálsson

(20. ág. 1823 – 17. nóv. 1905)

. Bóndi.

Foreldrar: Páll (d. 19. dec.1836, 45 ára) hreppstjóri Jónsson í Viðvík í Skagafirði og Sigríður (d. 1862, 62 ára) Jónsdóttir á Ljótsstöðum, Símonarsonar.

Ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla fyrr konrektor Jónssyni. Tekinn í Bessastaðaskóla 1844; síðan í lærða skólann í Rv. og var kominn að stúdentsprófi, en lauk því ekki, vegna „Pereats“ins 1850 (sjá „Skírni“, 88. árg.). Gerðist veræzlunarmaður og síðan veræzlunarstjóri í Hofsós um skeið. Bóndi á Ljótsstöðum. Hreppstjóri um hríð, oddviti og sýslunefndarmaður; gegndi ýmsum fleiri trúnaðarstörfum; stofnandi búnaðarfélags og lengi formaður þess. Ritaði frásögn um „Pereat“ið, einnig að nokkru samtíning um skólameistara, stúdentatal o. fl. (sjá Lbs.).

Kona (4. okt. 1852): Margrét (d. 26. apr. 1893, 69 ára) Þorláksdóttir á Vöglum á Þelamörk, Þorlákssonar. Börn þeirra: Gísli á Ljótsstöðum, Páll verzim., Jón Ágúst, Sigtryggur í Gröf, Sigríður Guðbjörg Anna átti Guttorm alþm. Vigfússon í Geitagerði, Benedikt verzIm. í Hafnarfirði, Goðmunda átti Þorgrím Kristjánsson á Tumabrekku (Br7.; Skírnir LXXXVIII; kirkjub.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.