Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Jónsson

(4. ágúst 1852–18. janúar 1925)

Bóndi.

Foreldrar: Jón Vigfússon í Gunnhildargerði í Tungu og s. k. hans Guðrún Ásmundsdóttir í Dagverðargerði, Bjarnasonar.

Bjó frá 1880 á fæðingarstað sínum, lét af búskap 1919 vegna heilsuleysis. Dugmikill maður, bætti vel jörð sína og hýsti og keypti hana að lokum. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (23. dec. 1880): Guðrún Ingibjörg (f. 5. sept. 1862) Sigfúsdóttir frá Njarðvík, Þorkelssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Björg átti Stefán hreppstjóra Sigurðsson á Sleðbrjót, Þórey átti Kristján Hansen, Anna átti Jón málara Jónasson á Seyðisfirði, Guðrún átti Guðmund Halldórsson á Dratthalastöðum, Guðlaug átti Pétur Sigurðsson á Hjaltastöðum, Katrín átti Sigfús Magnússon á Galtastöðum, Eiríkur í Gunnhildargerði, Jón, Sigfús (Óðinn XXKI; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.