Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Helgason

(1657–1723)

Skáld.

Foreldrar: Helgi Sigmundsson og kona hans Elín Arngrímsdóttir prests í Hofstaðaþingum, Gizurarsonar. Bjó 1703 að Fremsta Gili í Langadal, en er að jafnaði kenndur við Kaldakinn á Ásum, svo að líkl. hefir hann síðast búið þar.

Rímur eftir hann eru varðveittar af Hreggviði konungi, af Sigurði þögla, af Þórði hreðu. Árið 1703 er með honum launsonur hans, Sigurður, 16 ára, og ekki talið fleira barna. Síðar hefir hann átt Arngrím skáld, Elínu, sem varð kona Sigurðar Þorlákssonar á Gunnsteinsstöðum; er þaðan merk ætt (Saga Ísl. V; Mt. 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.