Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Guðmundsson

(– – 1676)

Prestur. Vígðist 11. júlí 1630 að Meðallandsþingum, fekk Ása 6. ág. 1632 og hélt til æviloka.

Kona: Emerentíana Ísleifsdóttir, Jónssonar (prests, Hakasonar).

Börn þeirra: Guðrún s.k. síra Magnúsar Jónssonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Álfheiður átti Björn, son fyrri konu sama prests, síra Jón að Þykkvabæjarklaustri, Hallgerður átti fyrr Jón Fabíansson í Flögu, varð síðan síðasta kona Sigurðar lögréttumanns Einarssonar sýslumanns að Felli, Þorsteinssonar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.