Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Guðmundsson

(um 1475–1531 eða lengur)
. Prestur. „ Foreldrar: Guðmundur bóndi í Holti (í Mýrdal?), f. um 1445, d. um 1485, Andrésson (Andréssonar lögrm., Þórarinssonar prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, officialis, Andréssonar í Dal, Hrólfssonar) og Kristín Þórarinsdóttir, Sigmundssonar, Oddssonar prests á Hofi í Álftafirði, Þorsteinssonar. Sigmundur er vaxinn 1493, vígður um 1505. Skipaður prestur um Öxarfjörð 27. mars 1506; enn á lífi 21. ág. 1531 og virðist þá enn hafa verið þingaprestur um Öxarfjörð og haldið Skinnastað. Hann hafði eignazt Ytri-Sólheima í Mýrdal, Yzta-Skála undir Eyjafjöllum, Brú á Jökuldal og Hlíð á Langanesi. Synir hans: Jón, Þórarinn prestur á Skinnastöðum 1550, d. 1555 (Dipl. Isl. VII, IX, XI; SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.