Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Guðmundsson

(18. okt. 1853–12. mars 1898)

Prentsmiðjustjóri. Foreldrar Guðmundur Guðmundsson í Ólafsdal og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir. Nam prentiðn í Rv., stundaði og þau störf í Englandi og vestan hafs. Setti sjálfur upp prentsmiðju í Rv., veiktist af brjóstveiki. Þókti vel gefinn maður, gamansamur og hagmæltur.

Kona: Guðbjörg Torfadóttir prentara, Þorgrímssonar,

Börn þeirra: Adam Barclay prentari vestan hafs, Herbert Mackenzie prentsmiðjustjóri í Rv., Anna átti Jón skipstjóra Þórðarson frá Ráðagerði, Kornelíus múrarameistari í Rv., Torfi úrsmiður í Rv. (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.