Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Eyjólfsson

(– – 1537)

Byskup.

Foreldrar: Eyjólfur Jónsson á Hjalla og kona hans Ásdís Pálsdóttir (systir Ögmundar byskups). Fekk Vallanes 27. mars 1530, Hítar- dal 1531 og hélt til æviloka.

Kjörinn byskup í Skálholti að ráði Ögmundar byskups, fór utan 1537 og vígðist byskupsvígslu í Niðarósi, en andaðist þar 19 dögum eftir vígslu. Honum fylgdi Þuríður stóra Einarsdóttir (er fyrr hafði átt 2 dætur með síra Þórði Einarssyni í Hítardal). Dóttir þeirra Sigmundar byskups: Katrín átti Egil Einarsson á Snorrastöðum.

Síðar átti Þuríður stóra Odd lögmann Gottskálksson (Dipl. Isl.; Safn I; PEÓl. Mm.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.