Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur Egilsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Hefir vígzt um 1569 og orðið heimilisprestur Magnúsar sýslumanns prúða Jónssonar í Ögri, síðar fekk hann Eyri í Skutulsfirði (jafnvel 1575), og þar virðist hann enn vera prestur 1633; sumir telja, að hann hafi tekið Dýrafjarðarþing á eftir Eyri, en það er ólíklegt; mun hafa látið af prestskap 1638 og fekk tillag af prestaköllum vestra 1639.

Kona: Helga Ólafsdóttir prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar. Dóttir þeirra: Ingibjörg átti síra Ólaf Jónsson á Stað í Súgandafirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.