Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigmundur (Matthíasson) Long

(7. sept. 1841–26. nóv. 1924)

Veitingamaður o. fl.

Foreldrar: Matthías Long í Stakkahlíð og víðar og kona hans Jófríður Jónsdóttir að Freyshólum í Skógum á Völlum, Eiríkssonar. Ólst framan af upp við ýmsa vinnu. Gerðist gestgjafi á Seyðisfirði 1873–82, var þar oddviti, en stundaði síðan einkum bókasölu, sem hann hafði og gert áður. Fluttist til Vesturheims 1889 og dvaldist lengstum í Wp., og hafði þó ekki fasta vinnu, enda sparneytinn, en getið er þess, að unnið hafi lítils háttar að þýðingum í íslenzk blöð vestra. Pr. þýð.: E. Hebbe: Skuggar og skin, Wp. 1920 (úr blaðinu Heimskringlu). Var mjög bókhneigður maður, safnaði bókum og handritum og skrifaði upp, einkum því, er austfirzkt var. Gaf hann öll handrit sín Lbs.

Kona (1878). Ingibjörg Jóhannesdóttir frá Litlu Laugum í Reykjadal; þau slitu samvistir.

Börn þeirra: Valdimar kaupm. í Hafnarfirði, Svanfríður Vilhelmína Björg gift í Vesturheimi þarlendum manni, Finnbogi (dó vestanhafs).

Börn Sigmundar áður en hann kvæntist (með Guðrúnu Einarsdóttur af Fljótsdalshéraði): Vilhjálmur (varð eigi gamall), Borghildur átti Metúsalem Pétursson í Washingtonríki (Óðinn XXV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.