Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Jónsson

(29. sept. 1810–15. nóv. 1879)

Bóndi.

Foreldrar: Jón (d. 22. okt. 1850) Ara'son í Rauðseyjum og víðar og kona hans Gróa Einarsdóttir dannebrogsmanns í Rauðseyjum, Ólafssonar. F. í Rauðseyjum og ólst upp með foreldrum sínum í Mýrartungu í Reykhólasveit. Var látinn nema skólalærdóm, en var synjað um viðtöku í Bessastaðaskóla 1826.

Stundaði nám í heimaskóla 1828–31 hjá síra Árna Helgasyni í Görðum, en varð aldrei stúdent, þótt hann kallaði sig svo sjálfur og væri kallaður af öðrum.

Hann fór utan til Kaupmannahafnar 1831, en kom aftur 1833 og fluttist til föður síns, er þá var kominu að Heydal í Mjóafirði vestur, tók við búi af honum 1836, en um 1840 fluttist hann að Bæjum á Snæfjallaströnd, var síðar í þurrabúð að Snæfjöllum um 1860, en síðar í húsmennsku að Bæjum og 1876 til heimilis í Unaðsdal, þá á sveit.

Kona (15. okt. 1835): Guðrún (f. um 1815, d. niðursetningur að Skarði 14. maí 1886) Þorsteinsdóttir í Ögri, Sigurðssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Þorsteinn, drukknaði 7. dec. 1864, 28 ára, ókv. og bl., Gróa kona Guðmundar Jónssonar frá Bakka í Dýrafirði, Margrét kona Hjálmars Björnssonar í Æðey, Guðríður, sem bjó með Kristjáni Þorkelssyni í húsmennsku að Snæfjöllum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.