Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sighvatur Árnason

(29. nóv. 1823–20. júlí 1911)

Hreppstj., dbrm.

Foreldrar: Árni Sveinsson að Yzta Skála undir Eyjafjöllum og kona hans Jórunn Sighvatsdóttir í Skálakoti, Einarssonar. Bjó í Eyvindarholti 1843–1901, átti síðan heima í Rv. til æviloka. Þm. Rang. 1865–T, 1875–99 og 1902. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Eftir hann er: Bænakver, Rv. 1884.

Kona 1 (30. apr. 1843): Steinunn (d. 7. nóv. 1883) Ísleifsdóttir á Seljalandi, Gizurarsonar. Dóttir þeirra: Jórunn átti Þorvald lögregluþjón Björnsson í Rv.

Kona 2 (26. apr. 1885): Anna (d. 12. febr. 1915) Þorvarðsdóttir prests á Prestbakka á Síðu, Jónssonar.

Börn þeirra: Sigríður átti Tómas kaupmann Jónsson í Rv.. Árni verzlm. sst. (Sunnanfari I; Alþmtal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.