Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sighvatur (Kristján) Bjarnason

(25. jan. 1859–30. ágúst 1929)

Bankastjóri í Rv.

Foreldrar: Bjarni Kristjánsson í Rv. og kona hans Þorbjörg Sighvatsdóttir á Melum á Kjalarnesi, Jónssonar, Örnólfssonar.

Komst 1873 í þjónustu Jóns landshöfðingjaritara Jónssonar og í skrifstofu landshöfðingja árið eftir. Varð bókari í landsbankanum 1885, kynnti sér bankastörf í Danmörku næsta vetur og tók við stöðunni, er landsbankinn byrjaði, jafnframt skrifari hjá landshöfðingja til 1896. Bankastjóri í Íslandsbanka frá stofnun hans (1904) til 1921. Varð um líkt leyti justitsráð að nafnbót. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum alla tíð frá 1887, átti sæti í bæjarstjórn í Rv. 0. m. fl.

Kona: Ágústa (Ástgerður Ágústa) Sigfúsdóttir prests að Undornfelli, Jónssonar,

Börn þeirra: Emilía átti Jón lækni Kristjánsson í Rv., Þorbjörg f. k. Magnúsar héraðslæknis í Rv. Péturssonar, Bjarni bankaritari, Sigfús vátryggingaumboðsmaður, Jakobína átti Georg kaupm. Gíslason í Vestmannaeyjum, Sigríður átti Hans Trybom verkfr. í Stokkh., Ásta kennari (Óðinn III; Ægir, 22 ars #01) Sighvatur Grímsson Borgfirðingur (20. dec. 1840–14. jan. 1930). Fræðimaður.

Foreldrar: Grímur Einarsson í Nýjabæ á Akranesi og kona hans Guðrún Sighvatsdóttir að Bóndhól, Jónssonar. Gerðist vinnumaður í Flatey 1861, kynntist þar Gísla Konráðssyni og handritum hans.

Fór 1867 í Gufudalssveit, þaðan 1869 í Bjarnarfjörð, 1873 að Höfða í Dýrafirði og var þar til æviloka. Skrifaði upp margt handrita Gísla Konráðssonar o. fl., ættartölubók Ólafs Snókdalíns og jók, samdi prestasögur o. fl. (í Lbs.), orkti talsvert og sinnti lækningum framan af.

Sá um: Saga Natans eftir Gísla Konráðsson, Ísaf. 1892; Þáttur beinamáls eftir sama, Ísaf.1895; Fjárdrápsmálið eftir sama, Ísaf. 1898; sjá og Gísli Konráðsson: Ævisaga, Rv. 1911–14; þýddi: Cyprianus, Ísaf. 1904. Eftir hann er pr.: Um veræzlun, Rv. 1910; Sigurður Breiðfjörð, Rv. 1912; Útfm. Magnúsar Sigurðssonar, Ísaf. 1895 og fjöldi blaðagreina, einkum æviminninga (helzt í Þjóðviljanum). Hafði styrk frá alþingi til ritstarfa frá því skömmu eftir 1900 til æviloka og auk þess frá 1906 lífeyri frá Lbs. fyrir handritasafn hans, er þá var keypt, en skilað að honum látnum.

Kona (1865): Ragnhildur Brynjólfsdóttir í Bjarneyjum, Brynjólfssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigríður Júlíana, Gísli, Jón Elías, Pétur úrsmiður að Sauðárkróki, Kristján klæðskeri í Rv. (Óðinn II; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.