Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Siggeir Pálsson

(15. júlí 1815–6. júlí 1866)

Prestur.

Foreldrar: Páll sýslumaður Guðmundsson á Hallfreðarstöðum og kona hans Malena Jensdóttir Örums. Ólst fyrst upp á Valþjófsstöðum hjá síra Vigfúsi Ormssyni, en frá því nálega 10 ára hjá Bjarna amtmanni Þorsteinssyni á Arnarstapa, og segir hann hann hafa kennt sér undirstöðuatriði skólanáms.

Tekinn í Bessastaðaskóla 1831, stúdent 1838 (T7. st.), fór að Kolfreyjustað 1841, bjó að Höfðahúsum frá 1843, í Dölum í Fáskrúðsfirði 1845–9, síðan um hríð á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, var þar hreppstjóri; fekkst síðan við ýmislegt, verzlun, kennslu o. fl., fór jafnvel til Noregs og nam ljósmyndagerð.

Fekk Skeggjastaði 27. mars 1862, vígðist 3. ág. s. á. og hélt til æviloka. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.; pr. er eftir hann í Óðni.

Kona 1 (27. apríl 1842): Anna (f. 22. sept. 1823) Ólafsdóttir prests á Kolfreyjustað, Indriðasonar; þau slitu samvistir um 1853 (skilin með konungsleyfi 27. febr. 1862).

Börn þeirra, sem upp komust: Stefanía átti síra Sæmund Jónsson í Hraungerði, Bjarni verzIunarstjóri á Seyðisfirði og víðar, Þórunn átti Þorkel Ögmundsson í Króki í Flóa, Pálína Malena átti fyrst Jóhannes Sveinsson, og slitu þau samvistir, síðar Þórarin Þorkelsson á Hallgeirsstöðum, og fóru þau til Vesturheims.

Kona 2 (10. okt. 1863): Guðlaug (f. 2. mars 1834) Guttormsdóttir stúdents á Arnheiðarstöðum, Vigfússonar; þau bl. (Vitæ ord. 1862; Óðinn XVII; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.