Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Þórðarson

(1649–1702)

Hóla- og Skálholtsráðsmaður.

Foreldrar: Síra Þórður Sigfússon að Myrká og kona hans Helga Jónsdóttir á Snartarstöðum, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, fór utan 1685, en var ekki skráður í stúdentatölu, fekk 8. maí 1686 uppreisn fyrir 2 barneignir, var í þjónustu Ragnheiðar byskupsekkju Jónsdóttur í Gröf 1687–92, Hólaráðsmaður 1692–8, síðan ráðsmaður í Skálholti til æviloka, varð bráðkvaddur hjá bæjarvegg að Selfossi.

Kona (25. sept. 1701): Guðrún yngri (f. um 1668) Jónsdóttir að Urðum, TI1ugasonar; þau bl. Hún átti síðar Arngrím Skálholtsráðsmann Bjarnason. Launsonur Sigfúsar: Bjarni lærði í Hólaskóla (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.