Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Þorláksson

(14. mars 1663–28. apríl 1728)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorlákur Sigfússon í Glæsibæ og kona hans Helga Sigfúsdóttir lögréttumanns að Öxnahóli, Ólafssonar.

Tekinn í Hólaskóla 1676, stúdent 1685, vígðist 5. mars 1686 aðstoðarprestur föður síns, fekk það prestakall 1693 og hélt til æviloka.

Kona (1690): Helga (d. 1752, 86 ára) Halldórsdóttir, Björnssonar á Laxamyýri.

Börn þeirra: Síra Jón í Saurbæ í Eyjafirði, Helga átti síra Jón Þorvaldsson að Presthólum, Solveig átti Jón Jónsson að Skinnalóni, Þorbjörg átti fyrr Þorleif Jónsson að Hrauni í Öxnadal, síðar Jón Ólafsson á Steinsstöðum, Þorlákur d. í bólunni miklu, Guðleif átti fyrst laundóttur,. giftist síðan Magnúsi Jónssyni Kambýses, Halldór (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.