Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Ásmundsson

(um 1680–1707)

Prestur.

Foreldrar: Ásmundur lögréttumaður Einarsson að Enni á Höfðaströnd og kona hans Oddný Gunnarsdóttir. Lærði í Hólaskóla og hefir orðið stúdent 1699, því að 5. jan. 1700 fekk hann predikunarleyfi, var síðan í þjónustu Þorsteins sýslumanns Þorleifssonar á Víðivöllum, varð 1706 aðstoðarprestur síra Guðbrands Jónssonar í Hofstaðaþingum og fekk það prestakall s. á. eða snemma næsta árs, bjó á Frostastöðum, andaðist í miklu bólu.

Kona: Guðný Gísladóttir prests að Blöndudalshólum, Bjarnasonar, dó og í bólunni; þau munu hafa verið barnl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.