Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Árnason

(21. sept. 1790–1. okt. 1822)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ármi Þorsteinsson í Kirkjubæ í Tungu og kona hans Björg Pétursdóttir sýslumanns á Ketilsstöðum, Þorsteinssonar, F. að Hofi í Vopnafirði. Lærði í heimaskóla hjá síra Guttormi Þorsteinssyni, síra Pétri Péturssyni síðast á Víðivöllum, síðast hjá síra Páli Hjálmarssyni, áður Hólarektor, og varð stúdent frá honum 4. maí 1808, með ágætum vitnisburði. Missti prestskaparréttindi fyrir barneign 1815 og fekk því ekki að verða aðstoðarprestur föður síns, en á heimili hans var brotið framið, fekk þó uppreisn, sinnti kennslu, var settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu 1815–17, vígðist 2. ág. 1818 aðstoðarprestur síra Salómons Björnssonar að Dvergasteini, drukknaði í Lagarfljóti. Var skáldmæltur (sjá Lbs.) og talinn prýðilega gefinn.

Kona: Sigríður Guðmundsdóttir sýslumanns í Krossavík, Péturssonar; þau bl. Hún átti síðar Vigfús Stefánsson (prests á Valþjófsstöðum, Árnasonar). Launsonur síra Sigfúsar (með Sigríði Einarsdóttur, vinnukonu foreldra hans, er þau meinuðu honum að kvongast, en síðar átti síra Benedikt Þórarinsson í Heydölum): Halldór stúdent (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord.; BB. Sýsl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.