Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Árnason

(10. sept. 1856–5. júní 1922)

Póstafgrm.

Foreldrar: Árni alþm. Einarsson á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum og kona hans Guðfinna Jónsdóttir prests Austmanns að Ofanleiti. Var organleikari, bjó á Löndum í Vestmannaeyjum. Þm. Vestm. 1893.

Fór til Vesturheims 1904, kom aftur til landsins 1915 og varð póstafgmr. í Vestmannaeyjum.

Kona (10. júní 1882): Jónína Kristín Nikolína (d. 16. nóv. 1906) Brynjólfsdóttir prests að Ofanleiti, Jónssonar. Börm þeirra: Árni útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, Brynjólfur kaupm. sst., Leifur tannlæknir sst., Ragnheiður (Alþingism.tal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.