Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Vigfússon

(um 1647–1715)

Prestur.

Foreldrar: Síra Vigfús Árnason að Hofi í Vopnafirði og kona hans Valgerður Skúladóttir (systir Þorláks byskups). Lærði í Hólaskóla, var 24. sept. 1673 settur af Þórði varabyskupi Þorlákssyni til að þjóna Hofi í Vopnafirði í hans stað, vígðist 28. dec. s. á., og þókti þó Brynjólfi byskupi, er vígði hann, hann ekki nægilega vel að sér, fekk Dvergastein og Mjóafjörð sumarið 1675, sleppti Mjóafirði 1688, en hélt Dvergasteini til æviloka.

Kona 1 (konungsleyfi 6. mars 1676 vegna frændsemi að 2. og 3.): Sigríður Þorsteinsdóttir prests að Eiðum, Jónssonar; þau bl.

Kona 2: Anna (f. um 1660) Björnsdóttir í Böðvarsdal, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Sigríður óg. (d. úr holdsveiki), síra Vigfús að Dvergasteini, Þuríður, Valgerður óg., Ragnheiður óg. (dóu báðar úr holdsveiki), Björn, Árni, Guðrún eldri átti síra Þórð Gíslason á Skorrastöðum, síra Sigfús í Hofteigi, Guðrún yngri (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.