Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Tómasson

(um 1601–1685)

Prestur.

Foreldrar: Síra Tómas Ólafsson að Hálsi í Fnjóskadal og kona hans Ragnheiður Árnadóttir prests í Garði, Einarssonar. Lærði í Skálholtsskóla, var síðan í þjónustu Odds byskups Einarssonar, er orðinn prestur fyrir 1630, fekk Desjarmýri 1631, en Hofteig 20. maí 1632, í skiptum við síra Hávarð Sigurðsson, og hélt til æviloka.

Kona: Kristín Eiríksdóttir ríka í Bót, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Ólafur á Refsstöðum, síra Guttormur að Hólmum, Jón, Ögmundur, Snjófríður átti Hall Högnason í Teigargerði, Ingibjörg átti fyrr Eirík Rafnsson, en síðar síra Eirík Þorvarðsson í Hofteigi, Helga átti síra Sölva Gunnlaugsson í Möðrudal, Arndís átti Pál Höskuldsson, Katrín átti Vilhjálm Jónsson, Gróa átti Pál Þorkelsson, Þrúður átti Árna Sigurðsson eldra í Eskifirði; sumir telja fleiri börn hans (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.