Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Sveinsson

(26. okt. 1875–13. jan. 1935)

Kaupmaður.

Foreldrar: Sveinn kaupm. Sigfússon í Nesi í Norðfirði og f. k. hans Þorbjörg Runólfsdóttir. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1892, stúdent 1897, með 1. einkunn (93 st.). Stundaði laganám í háskólanum í Kh. og lauk þar heimspekiprófi, en eigi embættisprófi. Stýrði verzlun móður sinnar í Nesi í Norðfirði um 10 ár, tók sjálfur við verzIuninni um 1910 og hafði jafnframt sjávarútgerð mikla til æviloka. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var t. d. varaumboðsmaður Frakkastjórnar.

Kona (1908): Ólöf Guðmundsdóttir á Grímsstöðum á Hólsfjöllum, Árnasonar.

Börn þeirra: Aðalbjörg átti Árna Voss, kennara í Svendborg, Jóhanna átti Aage Schiödt lyfsala í Siglufirði, Guðmundur kaupm. í Neskaupstað, Sveinn verzlm. í Rv., Friðjón verzlm. á Ak. (Skýrslur; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.