Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Sigurðsson

(1731–13. júlí 1816)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Einarsson á Barði og kona hans Ragnhildur Guðmundsdóttir prests að Helgafelli, Jónssonar, Tekinn í Hólaskóla 1746, stúdent 1753, fekk 26. mars 1756 uppreisn vegna barneignar með konu þeirri, er hann átti síðar, bjó um tíma að Keldum í Sléttahlíð, fekk Ríp 4. maí 1759, vígðist 17. júní s. á., fekk Fell í Sléttahlíð 11. maí 1769, lét þar af prestskap 1796, mjög fátækur, dvaldist síðan hjá börnum sínum og andaðist að Þorkelshóli.

Kona (6. nóv. 1755): Ólöf (d. 1796) Þórarinsdóttir prests í Nesi, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Þórarinn að Tjörn í Svarfaðardal, Halldóra óg., átti launbarn (sem andaðist ungt) með Ólafi Símonarsyni stúdents (Guðmundssonar) í Bæ á Höfðaströnd, Helga f. k. Bjarna Sigurðssonar að Syðri Brekkum, Valgerður átti Jónas Jónsson í Garðsvík, Ragnhildur átti Árna Sigurðsson í Klömbur, Sigfús Bergmann að Þorkelshóli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.