Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Sigfússon

(um 1698–1746)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigfús Vigfússon að Dvergasteini og s. k. hans Anna Björnsdóttir í Böðvarsdal, Bjarnasonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1713, stúdent 1719, bjó a.m.k. 1724–5 í Hleinargarði í Eiðaþinghá, vígðist 4. júlí 1728 aðstoðarprestur síra Eiríks Þorvarðssonar í Hofteigi, fekk prestakallið 20. júlí 1729, við uppgjöf hans, sýktist bráðlega af holdsveiki og varð að láta af prestskap 1733, átti heima hjá stjúpsyni sínum og andaðist hjá honum, að Hofi í Vopnafirði. Hann hafði orkt dóm um Passíusálma (JÓlGrv.), en ekki er það kvæði nú kunnugt.

Kona (konungsleyfi 1. mars 1721, vegna skyldsemi að 2. og 3.): Sigríður Eiríksdóttir prests í Hofteigi, Þorvarðssonar, ekkja síra Eiríks Árnasonar og síra Guðmundar Ólafssonar á Hjaltastöðum; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.