Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Sigfússon

(14. okt. 1855–6. ág. 1935)

Þjóðsagnasafnari.

Foreldrar: Sigfús Oddsson að Miðhúsum í Eiðaþinghá og kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir skálds í Mjóanesi, Mikaelssonar. Próf úr Möðruvallaskóla 1891, með 3. einkunn (33 st.). Stundaði síðan lengi barnakennslu í átthögum sínum, en safnaði jafnframt geysimiklu af þjóðsögnum, og naut til þess allmörg ár styrks úr landsjóði. Er talsvert af þeim prentað, en allmikið enn ópr. í handritum. Var og skáldmæltur (eftir hann er Glámsríma í Lbs.). Dvaldist síðustu árin í Rv. og andaðist þar. Ókv. og bl. (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.