Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Schulesen

(19. apríl [18. apr., Bessastsk.] 1801–29. apríl 1862)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Skúli Tómasson að Múla og kona hans Þórvör Sigfúsdóttir prests og skálds að Höfða, Jónssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1818, stúdent 1825, með meðalvitnisburði, fór utan s. á. og var þá skráður í stúdentatölu, með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1826, með sömu einkunn, lögfræðapróf 19. apríl 1833, með 2. einkunn í báðum prófum, vann í rentukammeri 1829–34, kom til landsins 1834, settur 8. ág. s. á. sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, þangað til í sept. 1835, var þá settur í Þingeyjarsýslu fram á árið 1836, fekk Snætfellssýslu 7. okt. 1837, Suður-Þingeyjarsýslu 28. sept. 1841, jafnframt settur í Norður-Þingeyjarsýslu 10. maí 1847, fekk alla sýsluna 1. maí 1851, er báðir hlutar hennar voru sameinaðir.

Varð kammerráð 17. jan. 1859, fekk lausn 11. febr. 1861, átti heima í Húsavík og andaðist þar. Eftir hann er pr.: Jörgen Jörgensens Usurpation, Kh. 1832. Hann segist aftan við ættartölu langafa síns, síra Skúla Illugasonar (í Lbs.) hafa tekið sér ættarnafnið, af því að Danir öpuðu hann, í fyrstu af ungæðishætti, en haldið því síðan af þráa.

Kona (11. sept. 1840): Ingibjörg (f. 11. sept. 1823) Óladóttir kaupmanns Sandholts.

Börn þeirra: Hans Árni, d. 1861, bl., Fanny Marcelline, átti heima í Kh. óg. og bl., Óli Theodór d. í latínuskólanum. Ingibjörg ekkja hans bjó síðar með Gísla adjunkt Magnússyni og átti með honum 1 son: Árna Beintein stúdent (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. IlI; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.