Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Magnússon

(19. mars 1845–31. okt. 1932)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Magnús Jónsson á Grenjaðarstöðum og Þórvör Skúladóttir prests að Múla, Tómassonar. Fekk góða uppfræðslu og vandist allri sveitavinnu. Fór til Vesturheims 1873, kom aftur heim 1874. Dvaldist á Grenjaðarstöðum fyrst, bjó síðan að Múla (með tengdaföður sínum) 1876–82, í Seyðisfirði 1882–6. Fór þá aftur til Vesturheims og dvaldist þar til æviloka, lengstum í Duluth í Minnesota, andaðist í Toppinish í Washington. Eftir hann er pr. þýðing: Stutt litunarbók, Ak. 1877.

Kona (1876): Guðrún Emilía Benediktsdóttir prests að Múla, Kristjánssonar.

Börn þeirra voru 5 (4 dætur, Í sonur), gengu öll menntaveginn og ílentust í Vesturheimi (Alm. Ól. Þorg. 1914; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.