Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Jónsson

(um 1786–1855)

Dbrm. og hreppstjóri.

Foreldrar: Jón á Grund í Þorvaldsdal Jónsson (á Djúpárbakka, Rögnvaldssonar) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Hann bjó lengi á Laugalandi syðra í Eyjafirði, þókti fyrir öðrum mönnum að dugnaði og hyggindum. Hann orkti mjög mikið, einkum einstakar rímur (sjá Lbs.). Pr. er ríma af Fedór og Efemíu, Ak. 1853.

Kona: Guðrún Eyjólfsdóttir, systir Ólafs skálds að Uppsölum. Dóttir þeirra: Ásdís átti Jón Guðmundsson á Laugalandi (Ætt hans eftir Torfa Sveinsson í Lbs. 472, Svo. og í ljóðum í s.st. eftir Sigfús sjálfan).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.