Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Jónsson

(8. maí 1855–11. sept. 1927)

Bóndi.

Foreldrar: Jón Jónsson á Skútustöðum og kona hans María Gísladóttir (Skarða-Gísla), Gíslasonar. Bjó víða, síðast á Halldórsstöðum í Reykjadal.

Þókti fjármaður ágætur og hafði lengi forstöðu fjárbús Þingeyinga. Vel gefinn maður og hagmæltur.

Kona (1877): Sigríður Jónsdóttir skálds að Helluvaði, Henrikssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jón Aðalsteinn á Halldórsstöðum, Sigurður Bjarklind skrifstofumaður í Rv., Kristjana átti Einar Árnason á Finnsstöðum í Kinn, Pétur kaupfélagsstjóri á Borðeyri, Þóra átti Jón póstafgrm. Haraldsson á Einarsstöðum, Friðrika átti Jón Friðriksson að Hömrum, María átti Jónas Friðriksson (Óðinn XI; JJ. Reykjahlíðarætt, Rv. 1939).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.