Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Jónsson

(24. ág. 1866–S8. júlí 1937)

Prestur, kaupfélagsstjóri.

Foreldrar: Jón skáld Árnason á Víðimýri og kona hans Ástríður Sigurðardóttir hreppstjóra að Reykjum á Reykjabraut, Sigurðssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1886, með 2. einkunn (83 st.), próf úr prestaskóla 1888, með 2. einkunn betri (41 st.). Fekk Hvamm í Laxárdal 9. sept. 1889, vígðist 29. s.m., Mælifell 13. júní 1900, fekk lausn frá prestskap 8. apr. 1919, tók þá við forstöðu kaupfélags Skagfirðinga og hélt til æviloka.

Var 2. þm. Skagf. 1934–7. Naut mikils trausts í héraði og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. R. af fálk.

Kona (1890); Guðríður Petrea Þorsteinsdóttir á Grund í Svarfaðardal, Þorlákssonar.

Börn þeirra: Ingibjörg átti Sigurð kaupfélagsstjóra Þórðarson að Sauðárkróki, Jón verzlm. að Sauðárkróki, Steindór Kristján í Kjartansstaðakoti, Ástrún (dó 1920), Helga átti síra Svein Ögmundsson í Kálfholti, Páll (Kirkjurit 1937; Samvinnan, 25. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.