Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Jónsson

(1729 [um miðjan ág. 1731, Vita]–9. maí 1803)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Jón hreppstjóri Ólafsson að Arnbjargarbrekku og kona hans Þórvör Egilsdóttir prests í Glaumbæ, Sigfússonar. F. í Arnbjargarbrekku. Lærði fyrst hjá síra Þorláki skáldi Þórarinssyni, tekinn í Hólaskóla 1745, stúdent 27. maí 1751, með góðum vitnisburði, var 1 ár heima, síðan í þjónustu Jóns sýslumanns Benediktssonar í Rauðaskriðu, fekk Höfða (án þess að hafa sókt um hann) 20. nóv. 1759, vígðist 8. apr. 1760 og hélt til æviloka. Var prófastur í SuðurÞingeyjarþingi frá 1768 til æviloka. Hann var skáldmæltur og orkti mikið (sjá Lbs., pr. eru sálmar 2 með Misseraskiptaoffri), gáfumaður og góðgerðasamur um efni fram.

Kona (1771): Guðrún eldri (d. 13. mars 1815, 78 ára) Ketilsdóttir prests í Húsavík, Jónssonar, ekkja Bjarna Jónssonar í Samkomugerði. Fekk síra Sigfús 25. febr. 1773 uppreisn fyrir of bráða barneign með henni, en hafði fengið leyfi byskups til að halda prestakallinu, svo sem ekkert hefði í skorizt, og hélt því áfram.

Börn þeirra: Halldóra, óg., átti laundóttur (með Benedikt Benediktssyni frá Laxárdal í Þistilsfirði, og er þaðan fólk komið), Þórvör átti síra Skúla Tómasson að Múla, Þórey átti síra Eirík Þorleifsson á Stað í Kinn, Jón rænulítill og málvana (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.