Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Halldórsson

(23. jan. 1860–5. maí 1909)

Bóndi.

Foreldrar: Halldór hreppstj. Magnússon að Sandbrekku og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Torfastöðum. Bjó að Sandbrekku frá 1894 til æviloka.

Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.

Kona (1896): Jóhanna Sigurbjörg Þorsteinsdóttir í Höfn í Borgarfirði, Magnússonar.

Börn þeirra: Guðrún, Þorsteinn, Anna, Halldóra (Óðinn Vi; BrIss0.s fl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.