Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Gíslason

(um 1701–1765)

Prestur.

Foreldrar: Gísli lögsagnari Eiríksson á Höskuldsstöðum í Breiðdal og 23. kona hans Oddný Sigfúsdóttir kirkjuprests að Hólum, Egilssonar. Vígðist 7. sept. 1721 að Klyppsstað, flýði þaðan 1730 (þóktist verða fyrir galdraásóknum), fekk Skorrastaði 1731, varð að sleppa þeim stað 1747 vegna vanrækslu staðarins og missis kirkjukúgilda í harðindum, en fekk 12. okt. s. á. Eiða, sagði þar af sér prestskap 5. mars 1762, var það sumar til heimilis á Fljótsbakka og hefir átt þar heima um hríð áður. Í skýrslum Harboes er honum borin allvel sagan, en talinn þar bláfátækur.

Kona: Þuríður Teitsdóttir í Dilksnesi, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Gísli í Barðsnesgerði, Teitur fór utan, hafðist síðan lengi við í Skagafirði á verðgangi, d. 1824, Ingibjörg átti Magnús Einarsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.