Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Guðmundsson

(– – 22. dec. 1597)

Prestur, skáld.

Bróðir síra Ólafs skálds í Sauðanesi, og eru foreldrar þeirra taldir búandi á Svalbarðsströnd.

Hann er orðinn prestur 1549 og virðist næstu ár hafa verið prestur í Eyjafirði, talinn hafa fengið Stað í Kinn 1554 (þar er hann 1559) og hélt til æviloka, bjó þó um tíma að Ljósavatni.

Hann var talinn skáld gott; kvæði eftir hann eru prentuð í Vísnabókum 1612 og 1748 (sjá og Lbs.). Kona (?): Guðrún Einarsdóttir, Halldórssonar.

Börn þeirra: Síra Magnús á Höskuldsstöðum, Helga átti síra Árna Einarsson í Garði, Jón að Urðum, Ingibjörg átti Þorkel Magnússon að Hálsi í Kinn, Jónssonar, Oddný átti síra Egil Ólafsson að Tjörn í Svarfaðardal; talin er enn Solveig, sem átti Eirík Ólafsson, Oddssonar (PEÓIl. Mm.; Saga Ísl. IV; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.